UM AFLAMIÐLUN

Traust og örugg viðskipti með aflaheimildir

Aflamiðlun er leiðandi í kaup- og leigu á aflahlutdeildum og aflamarki á Íslandi. Aflamiðlun var stofnuð í september 2017 af Ingva Þór en var áður inni í LÍÚ/SFS undir Birni Jónssyni og síðar Ingva. Aflamiðlun hefur grunngildi sín frá Birni Jónssyni sem byggði upp viðskiptasambönd, aðstoðaði við kaup og sölu ásamt því að vera viskubrunnur af fróðleik.


Póstsendingar tvisvar í mánuði

Aflamiðlun hefur póstlista sem telur rúmlega 200 útvegsmenn í afla- og krókaaflamarki. Fáir hafa meira framboð heimilda hverju sinni og alltaf er nóg í boði.

Að jafnaði er sendur almennur póstur með upplýsingum um framboð og eftirspurn á tveggja vikna fresti. Þar er hægt að bjóða í heimildir, gera skipti eða setja á sölu.


Sérfræðiþekking í verðmati aflaheimilda

Aflaheimildir eru að mörgu leyti grunnur markaður og ekki alltaf auðvelt að nálgast upplýsingar. Aflamiðlun gerir verðmöt aflaheimilda fyrir ráðgjafa, banka, fyrirtæki, einstaklinga eða aðra fjárfesta. Til grundvallar liggur sérþekking á þeim tegundum sem eru til sölu. Aflamiðlun heldur einnig úti verðvísitölum fyrir helstu tegundir.

Aflamiðlun byggir á trausti viðskiptavina

Að miðla heimildum útheimtir traust, góð vinnubrögð og þjónustu. Aflamiðlun framfylgir tveimur grunngildum í öllum sínum viðskiptum.

1. Aldrei hygla kaupanda á kostnað seljanda eða öfugt
2. Aldrei setja hagsmuni aflamiðlunar framfyrir hagsmuni viðskiptavina

Það hvílir mikil ábyrgð að vera milligöngumaður fyrir aflaheimildir og því er þakkað það mikla traust sem viðskiptavinir veita.