Loðnufréttir

Dagana 4-11. febrúar

Vinnslutímabil loðnufrystingar. Heimild: síldarvinnslan

Góðan daginn,
Nú verða fluttar Loðnufréttir.

Þegar þetta er skrifað, þann 11.2.2022, hafa veiðst 313.242 tonn af 662.064 eða um 46.7% af heildarkvótanum.
 
Aflahæsti dagur síðastliðinnar viku var 4. feb þar sem var landað 11.056 tonnum. (24. jan 8.570)
 
Aflahæsta skip vertíðarinnar er Börkur NK-122 með 22.527 tonn upp úr sjó í 11 löndunum.

Áætluð verðmæti fyrir loðnuvertíðina hingað til eru um 170.8m USD.

Eins og myndin hér fyrir ofan sýnir glögglega þá eru kaflaskipti framundan og nú von á að frysting hefjist fyrir Japansmarkað ásamt hrognatöku. Það má því segja að verðmætasta tímabilið sé að hefjast. 

Á meðan beðið er eftir fregnum af síðari rannsóknarleiðangri Hafró er áhugavert að horfa til dagsetningarinnar 22. febrúar en skv. reglugerð þá er veiðitímabil Norðmanna bara til 22. febrúar. Að öllu óbreyttu má því gera ráð fyrir að óveiddur afli Norðmanna ætti að renna Íslendingum í skaut. Síðustu tölur sýna að Norðmenn hafi veitt 32.653t af 145.382t og því rúmlega 112.729t sem frændur okkar Norðmenn þurfa að veiða á næstu 10 dögum til að ná öllum sínum kvóta. Það verður því spennandi að fylgjast með veiði Norðmanna næstu daga og einnig eru allra augu á rannsóknarskipi Hafró á vefnum www.styrid.is    

Meiri tölfræði og allar upplýsingar um veiðina eru á www.lodnufrettir.is 

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að ýta á reply við þessum pósti.

Góða helgi.

Febrúar 2022
11
68 dagar í 20.apríl og hugsanleg vertíðarlok!
Aflamiðlun Aflamiðlun
Afladagbókin Aflarinn Afladagbókin Aflarinn
Loðnufréttir Loðnufréttir

You can update your preferences or unsubscribe from this list.

*|IF:REWARDS|* *|HTML:REWARDS|* *|END:IF|*